Breytingar á lengstu vegalengdinni

ATH! Í ár bætist við ein ferð við þær tíu í Xtreme hlaupinu og verður hlaupið því ögn erfiðara en síðustu ár. Það er þó til mikils að vinna því að þeir sem ljúka hlaupinu fá tvo ITRA punkta sem gera þeim kleift að keppa í vinsælum trail hlaupum út um allan heim.

Við bjóðum uppá eitthvað fyrir alla en vegalengdirnar í ár eru:

  • Mt. Esju Ultra II ferðir: 14km 1200m hækkun – Frábær og krefjandi áskorun fyrir alla, byrjendur sem lengra komna sem hafa gaman af fjallabrölti
  • Mt Esja Ultra V ferðir: 35km 3000m hækkun – Fyrir lengra komna og þá sem æfa fyrir ultra hlaup, alvöru hlaup með alvöru hækkun fyrir úthaldsfólk
  • Mt. Esja Ultra Xtreme – XI ferðir: 77km 6600m hækkun – Einungis fyrir þá sem hafa reynslu og ástríðu fyrir krefjandi verkefnum, punktasafnarar ættu ekki að missa af þessu!

Fyrstu 50 sem skrá sig í II og allir sem skrá sig í V og Xtreme fá glæsilega trail hlaupasokka frá Compressport með merki Mt. Esja Ultra.

Skráning fer einungis fram á hlaup.is!